Gjaldskrá

Meðfylgjandi er gjaldskrá Bonafide lögmanna.

Vakin er athygli á því að í ákveðnum málum kann að vera mögulegt að óska eftir gjafsókn eða eftir atvikum að fá réttaraðstoð úr tryggingum. Ef mál eru þess eðlis að þau kunni að fullnægja skilyrðum til gjafsóknar eða réttaraðstoðar aðstoðum við umbjóðendur við að kanna rétt þeirra.

Hægt er að óska eftir því að samið verði sérstaklega um verð í tengslum við ákveðin verk. 

Tímagjald:

Tímagjald hjá Bonafide lögmönnum er kr. 23.500.- til 37.500.- pr. klukkustund.
Bonafide lögmenn áskilja sér rétt til að bæta við álagi á tímagjald í ákveðnum tilfellum, t.d. þegar vinnu þarf að inna af hendi með mjög stuttum fyrirvara, á frídögum, á erlendu tungumáli o.þ.h.
Gjald fyrir mót (mætingu) við fyrirtöku á dómsmáli, aðför, nauðungarsölumeðferð, kyrrsetningu, lögbanns- eða löggeymslugerðir og útburðar og innsetningaraðgerðir er kr. 12.000.- auk virðisaukaskatts.
Tímagjald vegna vinnu fyrir erlenda aðila er Eur 245 – 400.

Málflutningur:

Ef ekki er samið um tímagjald, þar sem munnlegur flutningur fer fram eða gagnaöflun fer fram eftir þingfestingu skal þóknun vera sem hér segir:
Grunngjald skal vera kr. 350.000..- auk 15% af stefnufjárhæð og vöxtum, allt að kr. 6.000.000.- 10% af næstu 10.500.000.- og 7,5% af því sem umfram er.
Reikna skal þóknun af samanlagðri fjárhæð höfuðstóls og vaxta.
Þóknun fyrir málflutning getur aldrei orðið lægri en sem nemur tímagjaldi skv. tímaskráningu Bonafide lögmanna.
Dæmdur málskostnaður hefur ekki áhrif á þóknun lögmanns, nema um það sé sérstaklega samið.

Ýmis skjalagerð:

Þóknun fyrir skjalagerð við stofnun félaga er kr. 100.000.- auk umsamið tímagjald.
Þóknun fyrir gerð erfðaskrár er kr. 50.000.- auk umsamið tímagjald.
Þóknun fyrir gerð kaupmála er kr. 60.000.- auk umsamið tímagjald.
Þóknun fyrir gerð húsaleigusamninga er kr. 50.000.- auk umsamið tímagjald.
Þóknun fyrir gerð skuldabréfa, tryggingabréfa, veðleyfis, veðbandalausnar, umboðs og sambærilegra skjala er kr. 60.000.-
Afrit af gögnum til hlutaðeigandi aðila eftir að máli er lokið kostar kr. 7.000.-

Annað:

Bonafide lögmenn áskilja sér rétt á að krefjast fyrirframgreiðslu á hluta þóknunar, áður en vinna við mál hefst.

Almennar innheimtur:

Grunngjald kr. 30.000.- en við það bætist:
að kr. 100.000 25%
kr. 110.001 – 600.000.- 10%
kr. 600.001. – 6.300.000.- 5%
kr. 6.300.001.- og umfram 3%

Innheimtuþóknun skal reikna af samanlagðri fjárhæð höfuðstóls og vaxta nema um annað sé samið.

Útlagður kostnaður:

Greiða skal allan útlagðan kostnað til viðbótar við tímagjald, þar með talið ferða- og aksturskostnað og kostnað vegna opinberra gjalda, læknisvottorða og matsgerða. Greiði Bonafide lögmenn útlagðan kostnað er heimilt að leggja allt að 10% álag ofan á fjárhæðina.

Virðisaukaskattur:

Við allar fjárhæðir bætist virðisaukaskattur eins og hann er á hverjum tíma.
Reykjavík, 1. maí 2020.
Bonafide lögmenn/ráðgjöf sf.

Scroll Up